Fyrirvarar

Í hvert skipti sem leitað er að tilkynningu eru fyrirvarar sýndir. Til þess að skoða einstaka tilkynningu verður þú að staðfesta að þú hafir lesið og skilið fyrirvarana.

Fyrirvararnir innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Upplýsingarnar á vefsíðunni endurspegla á engan hátt staðfestingu á hugsanlegum tengslum á milli lyfs og aukaverkana.
  • Upplýsingarnar á vefsíðunni snúast um hugsanleg tengsl sem endurspegla athuganir og álit tilkynnandans. Vísindalegt mat á orsakarsambandinu á milli lyfs og áhrifa er hluti af stöðugu eftirliti með ávinningi og áhættu af lyfi; matið snýr að mörgum öðrum þáttum, svo sem ástandi sjúklings og sjúkrasögu.
  • Upplýsingarnar kunna að innihalda þekktar aukaverkanir sem þegar eru taldar upp í samantekt á eiginleikum lyfs og í fylgiseðli lyfs.
  • Fjöldi aukaverkanatilkynninga í EudraVigilanceætti ekki að þjóna sem grundvöllur fyrir ákvörðun um líkur þess að aukaverkanir komi fram. Það er vegna þess að það þarf að setja fjöldann í samhengi við aðra þætti eins og hversu margir einstaklingar taka lyfið og hversu lengi lyfið hafi verið á markaði.
  • Hvert einstök tilkynning í EudraVigilance vísar almennt til eins sjúklings; hins vegar kann að hafa verið tilkynnt um fleiri en eina aukaverkun í hverri tilkynningu. Því er fjöldi aukaverkana ekki alltaf sá sami og fjöldi einstakra tilkynninga.
  • Tilkynningarnar um aukaverkanir í EudraVigilance sýna ekki allar tiltækar upplýsingar er varða ávinning og áhættu af lyfi og ætti ekki að nota einar og sér við töku ákvarðana um meðferð sjúklings; aðrar upplýsingar, meðal annars samantekt á eiginleikum lyfs og fylgiseðil ætti að kanna fyrst.
  • Sjúklingar og neytendur ættu ekki að hætta eða breyta lyfjameðferð án ráðfæringar við heilbrigðisstarfsmann.
 EMA
EudraVigilance