Aðgengi á Netinu að tilkynningum um grun um aukaverkanir

Mynd af heimasíðu

Á þessari vefsíðu má sjá gögn um grun um aukaverkanir einnig þekkt sem hliðarverkun fyrir lyf með markaðsleyfi á evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Hægt er að leita að tilkynningum um lyf með miðlæg markaðsleyfi eftir sérlyfjaheiti og eftir heiti á virku efni. Fyrir önnur lyf með markaðsleyfi er aðeins hægt að leita eftir heiti virka efnisins.

Smelltu á þennan hlekk, til að skoða tilkynningar vegna COVID-19 bóluefna. Smelltu síðan á bókstafinn 'C' og flettu niður á "COVID-19".


fréttaskot Upplýsingarnar á þessari vefsíðu tengjast grun um aukaverkunum, þ.e. læknisfræðilegum atburði, sem tekið hefur verið eftir í kjölfar lyfjanotkunar en tengjast ekki endilega eða orsakast af lyfinu.
fréttaskot Upplýsingar um grun um aukaverkanir ætti ekki að túlka sem að þær þýði að lyfið eða virka efnið valdi þeim áhrifum sem greind hafa verið eða sé hættulegt til notkunar. Eingöngu nákvæmt og vísindalegt mat á öllum tiltækum gögnum heimilar að dregnar séu skýrar ályktanir um ávinninginn og áhættuna af lyfinu.
Lyfjastofnun Evrópu birtir þessi gögn svo að hagsmunaaðilar hennar, þar á meðal almenningur, geti nálgast þær upplýsingar sem evrópsk stjórnvöld nota til þess að leggja mat á öryggi lyfs eða virks efnis. Gagnsæi er leiðarljós stofnunarinnar.
 EMA
EudraVigilance