Veftilkynning skoðuð

Þú getur leitað að veftilkynningu um grun um aukaverkanir (einnig þekktar sem hliðarverkanir) lyfs lyfs eða virks efnis með því að nota A-Z vafratólið.

Allar veftilkynningar hafa sama útlit, gagnaþætti og virkni. Myndin sem sýnd er á heimasíðunni er alltaf samfelldur heildarfjöldi alvarlegra/ekki alvarlegra óvæntra tilvika sem tilkynnt var um allt til loka síðustu viku. Myndirnar eru uppfærðar á heimasíðunni alla mánudaga.
Upplýsingarnar í veftilkynningunum byggja á einstökum tilvikum sem uppfylla viðmiðin sem lýst er á vefsíðunni gagnauppruni.

Hver veftilkynning samanstendur af 7 flipum.

Flipi 1 – fjöldi einstakra tilvika

 • Flipinn sýnir samfelldan heildarfjölda einstakra tilvika sem eru skráð í EudraVigilance allt til loka síðustu viku. Hann sýnir upplýsingar um fjölda einstakra tilvika eftir aldurshópi, kyni og landfræðilegum uppruna.

Flipi 2 - fjöldi einstakra tilvika sem bárust yfir ákveðið tímabil

 • þessi flipi sýnir fjölda einstaka tilvika sem hafa borist á síðustu 12 mánuðum eftir landfræðilegum uppruna.
 • Einnig er sýnd leitnilína til að gefa til kynna heildarfjölda einstaka tilvika.

Flipi 3 - fjöldi einstakra tilvika eftir löndum EES.

 • Flipinn sýnir fjölda einstakra tilvika eftir löndum EES.
 • Kortið sýnir hlutfallslega tíðni dreifingar á heildarfjölda einstaka tilvika í hverju landi.
 • Línuritið sýnir heildarfjölda einstakra tilvika í hverju landi.

Flipi 4 – fjöldi einstakra tilvika eftir svörunarhópi

 • Flipinn sýnir fjölda einstakra tilvika eftir svörunarhópum.
 • Svörunarhóparnir byggja á flokkun aukaverkanatilkynninga (einnig þekktar sem hliðarverkanir) með því að nota skilgreiningar MedDRA íðorðabókarinnar.
 • Fjögur sjónarhorn, sem sýna fjölda einstakra tilvika eftir svörunarhópum, eru í boði: eftir aldurshópi, kyni, tilkynnendahópi og landfræðilegum uppruna.

Flipi 5 – fjöldi einstakra tilvika eftir völdum svörunarhóp

 • Flipinn sýnir fjölda einstakra tilvika fyrir valinn svörunarhóp.
 • Svörunarhóparnir byggja á flokkun aukaverkanatilkynninga (einnig þekktar sem hliðarverkanir með því að nota skilgreiningar MedDRA íðorðabókarinnar.
 • þrjár tilkynningar fyrir valinn svörunarhóp eru í boði: fyrsta tilkynningin sýnir gögn eftir aldurshópi og kyni, önnur eftir tilkynnendahópi og sú þriðja eftir landfræðilegum uppruna.

Flipi 6 – fjöldi einstakra tilvika eftir valinni svörun

 • Flipinn sýnir fjölda einstakra tilvika eftir valinni aukaverkun sem skilgreind er af notandanum.
 • Svörunin svarar til meintrar aukaverkunar sem tilkynnt var um af tilkynnandanum; þannig veitir þessi flipi ítarlegustu upplýsingarnar.
 • Svörunin er byggð á skilgreiningum MedDRa íðorðabókarinnar fyrir hliðarverkanir (einnig þekktar sem aukaverkanir).
 • þrjár tilkynningar fyrir valda svörun eru í boði: fyrsta tilkynningin sýnir gögn eftir aldurshópi og kyni, önnur eftir tilkynnendahópi og sú þriðja eftir útkomu.

Flipi 7 – listi yfir tilvik (line listing)

 • þessi flipi sýnir lista yfir einstök tilvik miðað við val á síunarskilyrðum.


Frekari upplýsingar

Mikilvægar upplýsingar

Samfelldur heildarfjöldi einstakra tilvika í flipa 1 er gildi sem ætti að nota til þess að leggja mat á heildafjölda einstakra tilvika, sem tilkynnt hafa verið til EudraVigilance fyrir valið lyf eða virkt efni.

Upplýsingarnar í flipa 3, flipa 4, flipa 5 og flipa 6 taka tillit til aukaverkana sem tilkynnt var um í einstökum tilkynningum; þar sem tilkynningar geta innihaldið fleiri en eina meinta aukaverkun, eru upplýsingarnar EKKI heildarfjöldi einstakra tilkynninga sem tilkynnt hefur verið um til EudraVigilance, heldur fjöldi tengdra aukaverkana.

Upplýsingarnar í flipa 2 og flipa 7 gefa til kynna fjölda einstakra tilvika sem tilkynnt var um á ákveðnu tímabili.

 EMA
EudraVigilance