Hvernig á að tilkynna um aukaverkanir

Tilkynning á aukaverkunum er venjulega gerð af heilbrigðisstarfsfólki, og því mælum við með að þú talir við heilbrigðisstarfsmann, svo sem heimilislækni eða lyfjafræðing.

Sjúklingar geta einnig tilkynnt um aukaverkanir með beinum hætti með ýmsu móti svo sem með sjúklingatilkynningum á Netinu, sem eru á vegum innlendra lyfjayfirvalda, eða í gegnum síma. Til þess að fá upplýsingar um hvernig eigi að tilkynna aukaverkanir getur þú ráðgast við viðeigandi yfirvöld sjá lista yfir innlend stjórnvöld á sviði lyfjaeftirlits á EES svæðinu.

Ef þú hefur orðið var við aukaverkanir eða heldur að þú kunnir að þjást af einni slíkri ættir þú að leita ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsmanni. Lyfjastofnun Evrópu tekur ekki á móti tilkynningum um aukaverkanir beint frá sjúklingum eða neytendum. Stofnunin er einnig ekki í aðstöðu til þess að veita einstaklingum lyfjaráðgjöf eða staðfesta hvort einkenni þín stafi af lyfinu þínu.

Frekari upplýsingar: Vissir þú? Hægt er að tilkynna aukaverkanir sjálfur

 EMA
EudraVigilance