Öryggisviðvaranir fyrir sjúklinga

Lyfjastofnun Evrópu birtir öryggisviðvaranir fyrir sjúklinga þegar stofnunin mælir með stórum breytingum á markaðsleyfum lyfja. Þær má skoða á síðunni um sjúklingaöryggi. Innlend lyfjastjórnvöld birta einnig upplýsingar um öryggi sjúklinga sem tengist lyfjum sem heimiluð eru í aðildarríkjunum. Sjá lista yfir innlend stjórnvöld á sviði leyfisveitingar lyfja á evrópska efnahagssvæðinu fyrir upplýsingar um hvernig skal hafa samband.

Allar áhyggjur, sem tengjast lyfi, ætti ávallt að ræða við heimilislækni eða lyfjafræðing. Lyfjastofnun Evrópu getur ekki ráðlagt einstökum sjúklingum um meðferð þeirra eða ástand.

 EMA
EudraVigilance